október 15, 2004

Býr Íslendingur hér?

Það er einhvern veginn innprentað í okkur Íslendinga að leita hvern annan uppi í útlöndum.
Ég var að fá svar við email sem ég sendi henni Sigrúnu, sem býr með fjölskyldu sinni í Kaíró, þar sem ég bauð henni að koma með íslenskt nammi eða hvað annað sem hana vanhagaði um frá heimahögunum. Þá hittist svona skemmtilega á að sonur hennar er árs gamall nokkrum dögum eftir að ég kom út. Amman og afinn á Íslandi verða sjálfsagt ánægð að koma pakka til drengsins :)
Sigrún raunar aðstoðaði mig svolítið þegar ég sótti um sumarprógram við AUC fyrir einu og hálfu ári síðan - sem síðan varð ekkert úr, því miður. Þá vissi ég af henni vegna þess að ég kynntist vinkonu hennar aðeins á arbískunámskeiði sem sagði mér frá henni. Svona getur heimurinn verið lítill og Ísland enn minna.
Agust skrifaði 15.10.04 19:16 (GMT+2)
(Íslenska)