nóvember 08, 2004
Update
Ég hef ekkert skrifað í nokkra daga. Ástæðan er sú að bæði hef ég haft nóg að gera og lánaði ég tölvuna mína í nokkra daga.Ég set vonandi "filmu 3" hérna inn í dag og í kvöld fæ ég þá fjórðu úr framköllun. Á filmu 3 eru myndir frá pýramítunum í Giza og skemmtileg mynd af týpískum, kaíróskum strætó.
Um næstu helgi er Eid al-Fitr. Veit ekki hvað ég geri. Það verður hitabylgja, 35 stig í Kaíró, sem er mjög heitt m.v. nóvember. Myndi langa á Miðjarðarhafsströndina - frekar en Rauða hafið, sem er heitara svæði.
Sit hérna með morgun-kaffið mitt á Cilentro. Ég á eftir að sakna staðarins, eða kaffisins öllu heldur, ef ég hlyt um miðjan mánuðinn einsog allt lítur út fyrir. Á bara eftir að afgreiða forlegheit á borð við að finna nýja íbúð :-)
Nóg um það, ég þarf að mæta í skólann eftir 40 mín. og á eftir að breyta nokkrum setningum í neikvæða mynd.
ps.
Ég fékk kort frá London í gær. Shanty-íbúðin mín lítur ögn betur út þegar Audrey Hepburn er komin upp á vegg.
Agust skrifaði 08.11.04 10:51 (GMT+2)
(Íslenska)