nóvember 22, 2004

Skítakuldi

Skítakuldi í Kaíró í dag. Rigningardagur. Já, RIGNING!!!

Var að skoða weather.co.uk - 12 stiga hiti. Skítakuldi. Geng um með trefil, í flíspeysu og er kalt.

Áðan fór í út, eftir að hafa klætt mig í öll hlýjustu fötin sem ég fann og arkaði í raftækjaverslunina mína á 26. júlí stræti. Keypti stærsta rafmagnshitarann sem þeir áttu!! Alvöru græja, ekkert rusl. Nú verður mér vonandi ekki kalt á meðan þetta kuldakast gengur yfir, insjallah.
Agust skrifaði 22.11.04 23:58 (GMT+2)
(Íslenska)
Comments

Það var 17 gráðu frost í grafarvoginum föstudagsmorguninn...

þú hefur nkv. enga samúð arabadjöfull

Strumpakveðjur :)

Strumpurinn skrifaði 23.11.04 18:44

Blessaður Gústi! Ég rakst á þessa síðu þína fyrir algjöra tilviljun þar sem ég var að leita mér upplýsinga varðandi Kína. Þessi síða hjá þér er virkilega skemmtileg og svo ekki sé minnst á fróðleikinn. Svo þú ert bara mættur við rætur Nílar, þangað sem allir ættu að koma. Alla vega stefni ég á að kíkja þarna við tækifæri. Jæja best að halda áfram að skrifa ritgerð um "hindranir íslenskra fjárfesta við stofnun og rekstur fyrirtækis í Kína". Maður fylgist með þér með öðru auganu hér eftir ...... Allah verði með þér !!

Addi (fyrrverandi nágranni)

Adolf Jónsson skrifaði 25.11.04 02:01

Bloggaðu maður, bloggaðu.

Strumpakveðjur :)

Strumpurinn skrifaði 30.11.04 18:44

er þetta hann Dolli hennar Auðar ???

stina skrifaði 02.12.04 20:10