desember 19, 2004
Topp 10 listinn yfir hvað fólki hérna finnst merkilegast að heyra um Ísland
10. Það búa jafn margir þar og á Zamalek eyju, sem er eitt af minnstu hverfunum í Kaíró.9. Það er enginn her nema sá bandaríski - og þegar Bretar hernámu landið í seinna stríði sendi ríkisstjórnin skrifleg mótmæli, af prinsipástæðum.
8. Næsta sendiráð landfræðilega er í Vín í Austurríki.
7. Fyrirsvar gagnvart Egyptalandi er í sendiráðinu í Osló í Noregi.
6. Þingmenn landsins eru flestir í símaskránni.
5. Eina "stríð" landsins snérist um þorsk - og var unnið gegn breska heimsveldinu.
4. Þjóðlegir réttir landsins minna á Fear Factor ógeðisleiki - en allir borða hann af þjóðræknisástæðum, a.m.k. einu sinni á ári.
Lesa áfram
desember 16, 2004
Próf búið, einn dagur eftir
Jæja, þá er prófið að baki. Gavin hélt upp á afmælið (33) sitt í kvöld á TGI Friday's. Ekki staður í sérstöku uppáhaldi hjá neinum en Birthday Boy fékk að ráða. Þjónarnir komu með köku og sungu og allt heila klabbið. Áður höfðum við spilað einn leik í keilu, þannig það stefndi í mjög amerískt kvöld.Tilraun til að breyta því var að fara á "eina pöbbinn í Kaíró", sem heitir Pub 28. Hann á að vera breskur og er aðallega sóttur af (breskur) expöttum á Zamalek.
Staðurinn var í vissum skilningi breskur, já. Ég vonaðist hinsvegar eftir að geta fengið mér almennilegan, dökkan bjór og bað um Guinness. "Því miður, Sakkara, Stella, Meister, Heineken?" svaraði þjónninn. Ojæja, maður kom ekki til Kaíró fyrir bjórinn. Hvað um það, staðurinn var pakkaður af fólki, mestallt expatar. Í þessum "breska pub" var Edith Piaf spiluð - hátt. Altso eftir að diskurinn með spænsku gítartónlistinni kláraðist greinilega. Welcome to Egypt! Where Edith Piaf is British!
Á morgun er síðasti dagurinn í skólanum í bili. Fæ út úr prófinu sem ég tók í dag. Gekk ekki eins vel og hefði viljað. Vikan sem ég missti út vegna veikinda var kostnaðarsöm. En ég veit núna hvar ég er veikastur fyrir. Málfræðin er ekki að snúast svo mikið fyrir mér, orðaforðinn er hinsvegar í molum hjá mér í þessum kúrsi. Ætla að læra hann um jólin!
Það hefur sannarlega fátt á daga mína drifið síðustu vikur. Ég er enn einn heima í íbúðinni, Eric kemur ekki frá Lúxor fyrr en á sunnudag. Kann því ágætlega, í hreinskilni sagt.
Þessi vika hefur að mestu farið í lestur og svo hef ég reynt að fara út á kvöldin. Síðasta vika var svipuð. Helgina á milli gerði ég sama og ekkert (nema læra og horfa á sjónvarpið) þar sem flestir vina minna hérna voru í tveggja daga ferð út í eyðimörkinni. En ég náði að tengjast internetinu hérna heima í gegnum laptopinn sem er stór kostur. Ekki seinna vænna að takast það svona síðustu vikuna!
Þarsíðustu viku lá ég í bælinu og gerði ekkert spennandi en helgina þar áður komu tveir vinir Gavins og Aishu hingað og með þeim og Gavin átti ég líklegast best heppnaða daginn minn hérna til þessa. Fórum til Sakkara og Giza að skoða pýramíta og svo á Egypska safnið. Ég á enn eftir að setja seinni filmuna frá Pýramítaferð nr. 2 og svo er filman frá þessum "bankers' holiday" mínum ókomin á netið (þegar ég kemst í háhraðatengingu). Þessir vinir G&A sem komu hingað í helgarheimsókn eru nefnilega báðir bankamenn, millistjórnendur í City. Stórskemmtilegir strákar. En sú saga kemur síðar. Vonandi að ég mér vinnist einhver tími til að skrifa hana.
Filmurnar sem komnar eru á netið eru hér: 2 - 3 - 4 - 5
desember 11, 2004
Ósama
Einn "bekkjarbróðir" minn heitir Ósama. Hann kemur frá Svíþjóð. Fínn náungi um þrítugt, frekar rólegur og nice.Pabbi hans er frá Bahrein en Ósama hefur ekki talað arabísku síðan hann var 6 ára. Hann talar hinsvegar reiprennandi ítölsku, auk ensku og þýsku - og auðvitað sænsku, sem er hans móðurmál. Hann er hinsvegar bestur í "bekknum" en hann talar ekki arabísku.
Fjölskylda hans í Bahrein er víst algjörlega secular fyrir utan ömmuna. Sjálfur er hann alinn upp í sænskum, trúleysis sósíaldemókratisma.
Svo segir mér hugur að hann hafi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar verið stoppaður í tollinum. Það hlýtur líka að koma oft upp að hann segir til nafns og fólk hvái, eða glotti a.m.k. Að bera slíkt nafn getur ekki verið vandalaust. Nema hérna í arabalöndum, auðvitað. Hér þykir Ósama álíka sérkennilegt og Ólafur heima.