janúar 30, 2005

Góðir farþegar

Á leiðinni til London, á mánudaginn, var vitlaus spóla spiluð í vélinni. Í örfáar sekúndur var því arabíska spiluð í hátalarakerfi vélarinnar.
Góðir farþegar, get ég fengið athygli ykkar, vinsamlegast.
Kannski áttaði sig engin á því hvaða tungumál þetta var nema ég en mér fannst þetta hræðilega fyndið. Í fyrsta lagi þar sem ég var óbeint á leiðinni til Egyptalands (á endanum) og svo auðvitað að arabíska er opinbert tungumál flugræningja í hugum fólks.
Að öðru leyti gekk flugið til London vel fyrir sig. Sigga og Matti vinur hennar tóku svo á móti mér á Liverpool St. Station.
Agust skrifaði 30.01.05 14:45 (GMT+2)
(Íslenska)