febrúar 04, 2005

Íbúð

Eftir rétt rúma tvo klukkutíma borga ég fyrir íbúðina sem ég ætla að leigja næstu vikur, fram í maí. Ég mun borga 3.000 LE á mánuði, sem er í hærri kantinum (30 þús. íslenskar). Þetta er 3 herb. íbúð, ekki stór á egypska vísu en með 30-40 fm. svölum. Hún er á 5. hæð, penthouse, í hljóðlátri götu í besta hluta Mohandiseens.
Ég er mjög spenntur fyrir þessari íbúð. Hún er ekki langt frá skólanum, allir bestu vinir mínir hérna utan einn (Eric sem ég bjó með á Zamalek) er í göngufæri frá mér, kaffihús, verslanir, matsölustaðir.

Vonandi verð ég duglegri að skrifa færslur á síðuna næstu daga en það er búið að vera mikið að gera hjá mér, m.a. við að finna íbúð. Fyrsta vikan í skólanum er rétt búin og er áfanginn mun þægilegri en sá síðasti. Farið rólegra yfir, þannig maður nær að halda í við efnið án vandræða.
Agust skrifaði 04.02.05 12:49 (GMT+2)
(Íslenska)