febrúar 09, 2005

Skítakuldi

Það er skítakuldi í Kaíró.

Síðdegis í dag var hitinn ekki nema 13 gráður (og var m.t.t. raka ígildi einungis 8 stiga hita). Þegar ég kom heim í kvöld, eftir að hafa kíkt til Erics, var hitinn 8 stig.

Það er svo kalt að maður skrúfar upp rúðuna á leigubílnum þegar maður sest inn. Carrier maskínan stendur sem betur fer fyrir sínu og blæs heitu lofti um íbúðina. Svo er ég mjög feginn að hafa tekið sæng með mér. Og köflóttu náttfötin sjá svo til þess að manni verður ómögulega kalt á nóttinni.

Annars var ég að komast að því að hægt er að fljúga með JAT, serbneska ríkisflugfélaginu, milli London og Kaíró, með transiti í gegnum Belgrade, fyrir aðeins £220 báðar leiðir. Þarf að kanna þetta betur. Sérstaklega þar sem ég á ekki flug heim í vor og því gæti one way miðinn hjá JAT fyrir £160 verið góður kostur. Sérstaklega ef ég gæti samið um eina nótt í Belgrade. Kunnugir hafa sagt mér að Belgrade sé skemmtileg borg fyrir þær sakir að innfæddir eigi alls ekki von á útlendingum. Eftir allt, hver vill heimsækja Serbíu?

Ég væri alveg til í það, sérstaklega fyrir sáralítinn pening.
Agust skrifaði 09.02.05 01:02 (GMT+2)
(Íslenska)