febrúar 10, 2005

100 undur veraldar

Hillmanwonders.com er skemmtileg síða. Þar er birtur listi yfir það sem eiganda síðunnar þykir 100 merkilegustu staðir heims.

Af listanum hef ég sé eftirfarandi (númer gefa til kynna sætið sem umræddur Hillman hefur skipað staðina í):

1. Pýramítarnir í Giza, Egyptalandi
21. Akrópólis/Parþenon, Grikklandi
33. Egypska safnið í Kaíró
40. Canalarnir í Feneyjum, Ítalíu
80. Santorini, Grikklandi

5 af 100 er ekki ýkja mikið. Enda hef ég ekki ferðast það mikið í sannleika sagt. Hinsvegar stendur þetta allt til bóta að því leytinu til að ég mun leggja land undir fót um páskana og aftur í vor, þannig í sumar verð ég búinn að sjá þessa staði:

17. Karnak hofið, Egyptalandi
27. Sigling niður Níl, Egyptalandi
57. Damaskus og Umayyad moskan, Sýrlandi
64. Abú-Simbel, Egyptlandi
73. Baalbek, Líbanon
89. Búrdj al-Arab, Dúbaí, SAF
97. Súez-skurðurinn, Egyptalandi

Var raunar að fara og skoða Karnak um helgina en hætti við. Súez-skurðurinn er í einungis tveggja tíma akstursfjarlægð frá mér. Gæti skoðað hann einhverja helgina ef ég vildi.
Ef ég gæti myndi ég líka heimsækja þessa staði áður en ég fer aftur til Evrópu:
26. Petra, Jórdaníu
99. Dauðahafið, milli Jórdaníu og Ísrael

Ég heimleiðinni, í gegnum London, gæti ég svo tekið einn dag í að skoða British Museum, sem ég var reyndar að velta fyrir mér að skoða á leiðinni út en ekkert varð úr. Síðasta sumar var einfaldlega of gott veður í London til að eyða heilum degi inni á safni. Í maí ætti ég að sjá mér fært að gefa mér tíma. Þar með væri ég líka búinn að sjá undur nr. 88 :)

Ef guð lofar.
Agust skrifaði 10.02.05 00:21 (GMT+2)
(Íslenska)