febrúar 10, 2005

Espresso maskína

Í kvöld keypti ég mér espresso maskínu af DeLonghi gerð. Borgaði fyrir hana 9 þús. krónur. Ætli hún myndi ekki kosta 12-15 þús. heima með öllu og öllu.

Ég var nokkuð hissa á því hversu vel tókst til við gerð fyrsta bollans. Alveg hreint prýðisgott kaffi. Ekki það að mig dreymir um að eiga svona apparat: Bodum Granos Automatic. Sá svoleiðis á rúman 50 þús. kall niður í Cilentro. En einhvers staðar verður maður að byrja og ég held að litli DeLonghi-inn sé góður og býr alveg jafn gott kaffi, þó hann sé ekki "automatic".

Planið er að finna fyrir hana gistingu í Bretlandi í sumar og nota hana svo í haust og næsta vetur, m.v. að ég fái inngöngu í masternámið sem ég sótti um.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í kaffi til mín, El-Fawakeh gata númer tíu, íbúð 17, Mohandiseen, Kaíró.
Agust skrifaði 10.02.05 00:49 (GMT+2)
(Íslenska)