mars 24, 2005

Kvöld

Í kvöld horfði ég á What's New Pussycat með Aline, eftir að við pöntuðum mat frá Gad (borðuðum á okkur gat fyrir 250 ísk) og átum úti á þakterrasinu.

Eigandinn, frú Amina, kom í kvöld með viðgerðarmenn í eftirdragi. Hún kom með hitara fyrir eldhúsvaskinn og nýjan sturtuhaus fyrir salernið (jú, hér smúla menn á sér bossann, nokkuð sem ég hef ekki tekið upp). Hitarinn er nú vatnstengdur en rafmagnið verður tengt á morgun. Þarf annan viðgerðarmann í það, ekki sama vatn og rafmagn, ekki einu sinni í Kaíró. Hingað til hef ég vaskað upp úr köldu vatni, einsog egypskar húsmæður gera almennt. Ef vaskurinn hefur safnað leirtaui, sem gerist sjaldnast, hef ég sótt vatn í bala í baðherbergisvaskinn og vaskað upp úr honum (annað element við egypska vaska er að nær útilokað er að finna tappa í þá). En nú mun ég geta vaskur vaskað úr heitu vaskavatni án þess að þurfa að fara í annan vask eftir vatninu!

Afi hringdi í kvöld. Spjallaði við hann í rúmt korter. Þótti vænt um það.
Agust skrifaði 24.03.05 00:45 (GMT+2)
(Íslenska)