apríl 22, 2005

Út í eyðimörkina

Á morgun fer ég í 4-5 tima rútuferðalag tæpa 400 km út í eyðimörkina með Aline og Simonu. Þar gistum við á 3 stjörnu eyðimerkur-spai í tvær nætur. Á sunnudaginn verður haldið út í eyðimörkina á jeppum, ef guð lofar.
Vinin sem við heimsækjum og gistum í heitir Bahariyya. Þaðan er stutt í "Svörtu eyðimörkina" sem svo heitir vegna svarts litar sökum járns í jarðveginum. Þar fyrir sunnan, eina 100 km. frá vininni er "Hvíta eyðimörkin", líklegast frægasta og fallega eyðimörk landsins. Landslagið þar er með ólíkindum og minnir stundum á íslenska hálendið að vetri til, nema hvað granítssandurinn myndar hvíta skúlptúrana og klettana. Hvíta eyðimörkin hefur stundum verið borin saman við Grand Canyon, slíkt náttúruundur þykir hún.

Við komum svo aftur í borgina á mánudagskvöld.

Ég hlakka mikið til en guð má vita að við fátt er mér jafn illa við og langar rútuferðir. Þessi ætti þá að vera vel þess virði.
Agust skrifaði 22.04.05 19:10 (GMT+2)
(Íslenska)