apríl 28, 2005
Istanbúl-Konstantínópel
Aðfararnótt mánudagsins 9. maí flýg ég frá Kaíró. Án efa verður það með söknuði í hjarta. Áfangastaðurinn verður Istanbúl, þar sem áætluð lending er um klukkan sex að morgni.Planið er að skoða Istanbúl á mánudeginum, sofa þar eina nótt, eiga góðan hálfan dag til viðbótar við Bosborus og fljúga sem aftur með Turkish Airlines til Heathrow klukkan sjö um kvöldið, þriðjudaginn 10. maí.
Ég var að panta hótelgistingu og er hún ekki amaleg, lítið fjögurra stjörnu hótel með þakterrasi með útsýni yfir gömlu borgina. Fyrir það fæ ég að borga rúmar fjögur þús. krónur með morgunverði en fyrir það fæ ég ýmsan lúxus, t.d. göngufæri frá öllum stöðunum sem ég ætla að heimsækja, þráðlaust internetsamband í herbergi og já, þessar líka svalir til að nýta til morgunverðaráts og shishureykinga.
Á mánudeginum ætla ég því að horfa á sólsetrið frá þessum svölum, drekka te og reykja shishu (eða na'gílu einsog hún er kölluð í Tyrklandi).
Agust skrifaði 28.04.05 17:40 (GMT+2)
(Íslenska)