júní 12, 2003

10 Things that I hate right now...

Kannski ekki alveg uppbyggilegasta blogg í heimi, en mig langar bara að losna við þetta:

1. Verk eins og ég er að fara að gera seinnipartinn í dag. átta þúsund og fokking fimm hundruð stykki af markpósti sem þarf gjöra svo vel að fara út úr húsi fyrir klukkan átta tilbúinn og ég þarf að merkja þau með nafni og heimilisfangi viðtakanda og ég get ekki byrjað að gera þetta fyrr en klukkan fimm í fyrsta lagi.

2. Kvenmenn sem daðra út í eitt við allt og alla þrátt fyrir að þær séu á föstu/trúlofaðar.

3. Að ég komist ekki út til Reading út af því að það er uppselt :(

4. Að ég komist líklegast ekki út til Rock Werchter út af því að Andri Þór kemst ekki með :(

5. Að ég sé ekki með nema hálftíma í hádegishlé

6. "Ís"skápurinn upp á kaffistofu sem kælir ekki rassgat

7. Pappírsskurðir. Þessir endalausu pappírsskurðir sem ég fæ í vinnunni (Já ég veit að ég vinn í prentsmiðju þannig ég má svo sem alveg búast við þessu, en það eru takmörk).

8. Það að mér takist alltaf að sofa yfir mig hálftíma, hvern einasta dag (samt svolítið ljúft líka)

9. Að ég viti ekki um neina einustu hljómsveit sem ætlar að koma til landsins í sumar.

10. Windows forrit sem eru keyrð á makka (ég er rétt undir fimm mínútum að starta Excel í tölvunni minni niðrí vinnu).

11. Að Upsaid leyfir manni ekki að pósta fleira en 3 færslur á dag!

Svan

Svan skrifaði 12.06.03 16:17
Comments

Farðu bara samt til Reading. Það er hægt að kaupa miða á svörtu fyrir utan. Færð pottþétt miða á alla dagana, fyrir kannski 7 þúsund kall pr. dag!!

Posted by: at 12.06.03 23:46

Jamm, það er reyndar bara uppselt síðasta daginn, ennþá hægt að redda miðum á hina dagana. Ég tek ákvörðun um þetta á morgun þegar ég fæ að vita hvort Andri komist út til Belgíu eða ekki.

Posted by: Svan at 12.06.03 23:55
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?