Ég og félagar mínir eigum okkur smá hefð í því að keppast um hver gefur hallærsilegustu afmælisgjöfina. Núna í byrjun júlí á ég að gefa tvær og ég er gersamlega hugmyndalaus. Venjulega þá er ég búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa þeim (tvíburar) löngu fyrir afmælið, en núna klikkaði það eitthvað.
Ef þið eruð með góðar hugmyndir þá væru þær vel þegnar :)
Svan
Svan skrifaði 11.06.03 23:18Klósettstandara með nafninu hans á. Slær í gegn
That´s a promise!
-The Little Book of Etiquette
-Kaktus
-Skótré
-Straubrettisyfirbreiðsla
-Dymo merkingavél
Allt fínar gjafir
tannbursti er besta afmælisgjöf og ef þú gefur tannkrem með er það frábært
Posted by: reynir at 30.05.04 23:45