júní 09, 2003

What a fun and productive day

Þegar ég mætti í morgun var mér réttur listi með 85 nöfnum og kassi af boðskortum í golfmót Svansprents sem á að halda á föstudaginn þrettánda. Þessi 85 nöfn voru á ca. 60-70 stöðum víðsvegar um bæinn. Ég byrjaði klukkan níu að keyra þessi kort út og ég átti ca. 10 stykki eftir þegar ég hætti klukkan hálf sex.

En það var 22° hiti úti þannig ég get ekki kvartað mikið. Svo var ég líka að kaupa mér Hail to the thief (nýja Útvarpshaus diskinn) og spilaði ég hann nánast í allan dag og ég veit satt að segja ekki hvað ég á að segja um hann... það eru vissulega góð lög á honum en hvort hann sé þessi snilld sem gagnrýnandinn í Fréttablaðinu sagði um hann veit ég ekki alveg. Það að ég þurfi svona langan tíma (6-7 hlustanir) til að meta það fyllir mig hálfgerðum efa hvort þetta sé á annað borð góður diskur...

Svan

Svan skrifaði 09.06.03 19:12
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?