júní 13, 2003

Svansprent Open 2003

Hið árlega golfmót á vegum Svansprents er í dag á Kiðjavöllum. Ég spila ekki sjálfur golf (þrátt fyrir að vera undir stöðugri pressu frá afa mínum og föður) en ég þarf að mæta til að taka myndir og hjálpa eitthvað meira til.

Helgin, ég held ég verði bara rólegur um helgina. Ég er búinn að taka þvílíkt á í djamminu undanfarið að mér veitir svo sem ekki af bara tjill helgi núna. Þetta er annars síðasta eða næstsíðasta fríhelgin mín þangað til í miðjan ágúst þannig manni veitir ekki af smá afslappelsi.

Svan

Svan skrifaði 13.06.03 14:17
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?