júní 13, 2003

Goddes on a hiway

Sit hérna í rólegheitunum niðrí vinnu að hluta á einhvern playlista sem ég bjó til fyrir löngu í lappanum mínum. Er búinn að vera í stanslausu stresskasti frá því að ég mætti í morgun, en núna er lognmolla yfir öllu hjá mér sem er alveg ágætt svona einstaka sinnum.

Anyhú þá var lagið Goddess on a hiway með Mercury Rev á þessum lista (er að klárast nákvæmlega núna) og á ég mér frekar skemmtilega minningu tengda þessu lagi. Mercury Rev ferðaðist með Garbage á Version 2.0 tónleikaferðalaginu þeirra og komu því hingað til Íslands þegar Garbage kom á þessa FM tónleika þarna um árið. Republica og East 17 voru líka á tónleikunum. Það var þvílík skyndiákvörðun hjá mér að fara á þessa tónleika (ákveðið samdægurs) þannig ég fékk engan með mér á þá og fór því bara einn. Eftir tónleikana þá börðu meðlimir Mercury Rev meðlimi East 17 frekar illilega baksviðs og sá ég einn úr E-17 vera eitthvað að vesenast baksviðs eftir slagsmálin alveg brjálaðann og hótaði að kæra Mercury Rev fyrir þetta. Ég sé alltaf svipinn á þessum gaur þegar ég heyri Goddess on a Hiway :)

Þetta voru fámennustu tónleikar sem ég hef farið á á ævinni. Laugardalshöllin var ekki hálffull.

Svan

Svan skrifaði 13.06.03 14:50
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?