Hemmi félagi minn sem skipuleggur alla útidagskránna á 17. júní í Garðabænum plataði mig til að sjá um kassaklifrið. Þetta þýðir það að ég get erfiðlega verið eitthvað á djamminu sextándann, en maður ætlar að reyna. Ég held að það sé ekkert sérstaklega sniðugt að operate-a krana og vera a tryggja fólk/börn í sigbeltum þegar maður er þunnur.
Íslandsmetið utanhúss eru 26 kassar (innanhúss 37) og ég býst ekki við að það verði slegið á þriðjudaginn.
Svan
Svan skrifaði 14.06.03 11:50Fyndið, ég las "Kósakkaklifur" svona þrisvar sinnum út ur þessari fyrirsögn áður en ég náði að lesa hana rétt :)
Posted by: Ágúst at 14.06.03 18:20Jamm, íslandsmetið er að klifra 37 kósakka innanhúss...
Posted by: Svan at 14.06.03 19:30