júní 16, 2003

Uppátæki nágranna minna

Fólkið sem á heima næstum því í enda götunnar heima negldi ca. 4 metra langa spýtu við blómabeðið sem er alveg fremst í garðinum þannig hún stendur beint út í loftið. Efst á þessa spýtu negldu þau svo einhvern þjóðfána sem ég kem bara ekki fyrir mér hver er þrátt f. að ég eigi að þekkja hann. Hann er með bláum og hvítum þverröndum og rauðan þríhyrning með hvítri fimm arma stjörnu inn í hægra megin.

En þetta er einhver frumlegasta fánastöng sem ég hef séð í langan tíma. Guð má vita af hverju í andskotanum þau eru að þessu.

Svan

Svan skrifaði 16.06.03 08:47
Comments

Þjóðfáni Kúbu!

Posted by: at 16.06.03 16:17

Jamm, en hvað er hann að gera negldur við spýtu við hús í götunni minni.

Posted by: Svan at 16.06.03 17:40

Fólki finnst Castro "flottur". Reyndar voru pólitískir andstæðingar hans sem voru "hreinsaðir" nýlega í tugatali ekki sammála.

Blessuð sé minning þeirra.

Posted by: Ágúst at 16.06.03 17:48

Þeir eru nú ekki dauðir gústi minn. Þeir eru í fangelsi. Ekki blessa ég minningu Preststonarinns og Sólguðsins þó þeir séu tímabundið sviftir frelsi sínu.

Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 17.06.03 14:57

Æj, það er rétt Þórir, ég gleymdi því, Castro hefur aldrei drepið pólitíska andstæðinga, hann er svo GÓÐUR!

Posted by: Ágúst at 17.06.03 17:03

ég hef öruggar heimildir fyrir því að þetta fólk er að flytja úr götunni okkar svan [þó fyrr hefði verið] & þetta var kveðjupartýið þeirra!!
kannski eru þau bara að flytja til kúbu!? :)

Posted by: BirnaRún at 17.06.03 18:51

Jamm, ég var eitthvað búinn að heyra af því. "Fánastöngin" er komin niður núna en þetta var allavegana áhugavert meðan á þessu stóð :)

Posted by: Svan at 17.06.03 20:39
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?