Palli frændi minn var að segja mér að snillingarnir í No Smoking Band væru væntanlegir til landsins í næstu viku og ætluðu að spila á Nasa á þriðjudaginn. Af hverju fær maður aldrei að vitaf af neinu svona fyrr en þetta seint. Pabbi er held ég búinn að möndla miða fyrir okkur og þriðja aðila (sem ég veit ekkert hver verður). Síðast þegar þeir komu þá nánast fylltu þeir höllina, en þá voru þeir að fylgja eftir sýningunni á snilldinni Black Cat - White Cat sem var þá sýnd á einhverri kvikmyndahátíðnni. Ég ætlaði mér á þá tónleika en gat ekki komist :( Ég get nú ímyndað mér að þeir gætu fyllt stærri stað en Nasa ef þetta væri auglýst betur.
Anyhú þá er ég að fara á tónleika með hljómsveit sem spilar svona austurevrópska brúðkaupstónlist á þriðjudaginn næsta :D Eintóm gleði og hamingja!
Svan
Svan skrifaði 19.06.03 14:07Djö. væri ég til í að fara!
Posted by: Ágúst at 19.06.03 14:21Mig langaði svo síðast, en helvítis kellingin í miðasölunni spurði mig um skilríki og neitaði mér um aðgang því það var vínveitingaleyfi inni. Alveg hrikalegt.
Posted by: Svan at 19.06.03 14:58Þetta var þegar ég var átján ára held ég, s.s. sumarið '99.
Posted by: Svan at 19.06.03 17:29