Var að fá mér nýtt kreditkort og þeir sem eiga svoleiðis vita að þau eru eitt af verkum djöfulsins. Ég þurfti að fá mér svoleiðis til að bóka ferðina á Leeds festival sem ég og Andri Þór förum á í lok ágúst. Rétt rúmur 70.000 kall farinn af kortinu mínu og ég varla búinn að eiga það í sólarhring :s
Við förum út þann 21. ágúst og komum heim 28. sama mánaðar. Festivalið sjálft er 22-24, þannig við ætlum að vera eitthvað aðeins í London í nokkra daga eftir hátíðina. Það var uppselt á Reading þannig við ákváðum að fara á Leeds sem er eiginlega sama hátíð (hljómsveitarlega séð) nema bara öðruvísi uppröðun.
Eftir þetta sumar mun ég ekki eiga neinn einasta pening.
Svan
Svan skrifaði 21.06.03 17:50Verk djöfulsins geta verið alveg ágæt stöku sinnum.
Posted by: The Anton at 21.06.03 19:15Þannig að það verða bara ALLIR í Leeds í sumar?!?!?!
Posted by: sigga at 22.06.03 13:40Já augljóslega :)
Posted by: Svan at 22.06.03 13:55Peningar eru nú einu sinni til þess að eyða þeim!!! ;)
Posted by: Vera at 23.06.03 10:08Mikið rétt, mikið rétt. Óþarft að láta þetta sitja inn á bankabók endalaust.
En ég á eftir að verða skítblankur eftir þetta sumar :s
Posted by: Svan at 23.06.03 10:26