júní 22, 2003

Hvað áfengi getur gert fólki

Ég átti þessar samræður í gærnótt:

Fulli einstaklingur:"...Ja ég aldist sko upp í sveit og var afbragðsnemdandi þegar ég var krakki. Ég og Ólafur Ragnar Grímsson vorum úrvalsnemendur í skólanum okkar"
Ég:"Magnað, í hvaða sveit varstu?"
F.E.:"Stokkseyri"
Ég:"og hvað kom til að hann varð forseti en ekki þú?"
F.E.:"En á þessum árum þá var ég ekki með bílpróf, heldur þurfti að taka strætó út um allt."
Ég:"Gengur strætóar á Stokkseyri á þessum tíma?"
F.E.:"Neibb, það var á Seltjarnarnesi sem er hin sveitin mín"
Ég:"Myndirðu telja Seltjarnarnes "sveit"?"
F.E.:"Ég fékk ekki bílprófið fyrr en ég fór í röntgenmyndatökuna mína skammt eftir fermingu"
Ég:"ummm... fékkstu bílprófið skammt eftir fermingu og hvað kemur röntgenmyndataka bílprófinu við?"
F.E.:"En þar sem ég var alinn upp í sveit þá fékk ég ekki armbandsúr í fermingagjöf eins og venjan var, því það komst enginn í Reykjavíkina."
Ég:"Frá Seltjarnarnesi þá...?"
F.E.:"Nei, frá Húsavík..."
F.E.:"...en þú verður að lofa mér að koma ekki með eina japanska með þér þegar þú kemur heim næsta sumar..."

Þessar samræður gengu áfram á þessum nótum alveg heilmikið áfram. Alveg magnað hvernig áfengi fer með suma.

Svan

Svan skrifaði 22.06.03 14:39
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?