Anton tók upp á því að lýsa þeim sem eru á tenglalistanum hans. Lýsingin á mér er eftirfarandi:
"Maðurinn sem étur helst ekkert nema bragðlaust snakk. Og ekki má það vera hvaða bragðlausa snakk sem er, nei, það þarf að vera "gott" bragðlaust snakk. Helsta persónueinkenni hans er þröngsýnn smekkur á hvers kyns listsköpun og spaklegar vangaveltur þar að lútandi. Hann er höfundur kenningarinnar um að list sé betri eftir því sem færri fíla hana og er hann þar á mun hærra plani en við hin sem skiljum ekki svona vísindi. Kenning er á lofti um að Svan komi reglulega fram í útvarpi undir dulnefni sem þáttastjórnandi Rokkalands. Kenningin byggir á því að dúdinn þar er með sömu rödd, sama talsmáta og hefur líka óeðlilega miklar skoðanir á tónlist."
Þetta er nú flest allt satt og rétt (kannski fyrir utan rokklandspælinnguna). Hann lýsir líka Aha fan íslands númeró uno, Njallanum og fleirum þarna.
Svan
Svan skrifaði 23.06.03 13:27Þú talar víst eins og gaurinn í útvarpinu.
Posted by: The Anton at 23.06.03 19:37Ertu að segja mér að ég tali eins og Óli Palli???
Posted by: Svan at 24.06.03 02:14LOL :D
Posted by: BirnaRún at 24.06.03 08:44