júní 23, 2003

Bekkjar reunionið frá því úr Verzló

Jæja, "loksins" er þetta bekkjarpartý að fara að gera sig. Undanfarið ár hef ég endalaust verið að hitta gömlu bekkjarfélaga mína úr VÍ á djamminu og alltaf hefur þetta blessaða bekkjarpartý borið á góma. Að sjálfsögðu datt engum í hug að fyrra bragði að halda það, þangað til núna. Ég var að spá í að láta undan pressunni, en þá kom Elva skvís til bjargar og ætlar að halda það næsta laugardag. Mér var sagt að það ætti að vera löngu búið að hringja í mig til að boða mig í partýið, en ég er annað hvort ekki nógu skemmtilegur eða þá að Ari hefur gleymt mér :)

Ætli maður láti ekki bara sjá sig á laugardaginn? Þetta er reyndar í mosfellsbænum þannig það verður nett vesen að koma sér til og frá partýinu, en það er nú seinni tíma vandamál.

Svan

Svan skrifaði 23.06.03 15:51
Comments

haha nú getur skutlsystirin ekki komid thér til bjargar:)

Posted by: dussy at 23.06.03 16:47

Neibb, hún er svoldið mikið úti á Spáni núna :)

Posted by: Svan at 23.06.03 17:04

Það var reynt að halda svona reunion hjá okkur... það létu 9 heyra í sér, slíkur var áhuginn :-\

Posted by: Ágúst at 23.06.03 17:31

Málið er það að stelpurnar í bekknum hafa verið að hittast reglulega, en strákarnir eru mikið óduglegri. Þannig núna á laugard. er s.s. reunion allra í bekknum og ég býst við að stelpurnar mæti flestar en ég veit ekki um strákana. Býst við að það verði ágætis mæting samt.

Posted by: Svan at 24.06.03 02:11
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?