Anna vinnufélagi minn fór til Grikklands núna um daginn og keypti helling af einhverjum spilum með myndum af forngrikkjum í hinum og þessum kynlífsstellingum til að gefa vinum sínum (s.s. teiknuðum myndum eins og maður getur ímyndað sér að hafi verið teiknaðar á vasa).
Flestar myndirnar eru voðalega basic, maður getur alveg vel séð hvað fólkið er að gera á þessum myndum nema helvítis laufaásinn. Ég get ekki fyrir mitt litla líf fattað hvað fólkið er að gera á þessu spili. Ég er að spá í að skanna þetta inn á morgun linka á myndina (ef Gústi kennir mér á það) og leyfa fólki að giska.
Svan
Svan skrifaði 24.06.03 02:09