júní 26, 2003

Ekki ennþá komin dagsetning á Japansferðina

Ég og Bendt erum núna að reyna að komast að því hvenær við eigum að fara út, en við vitum að við eigum að vera mættir þann 17. september í eitthvað námskeið/ferðalag. Við erum að spá í að reyna að fara út þann 14. eða 15. en þar sem það eru endalaust margar leiðir til að gera einfalt mál flókið þá er ekki bókað að við ferðumst saman einu sinni.

Málið er það að við tveir erum að deila á milli okkar einum styrk og hentugasta leiðin fyrir okkur til að gera það er að annar okkar sé styrkhafi og láti svo bara hinn fá helminginn, og fékk Bendt styrkinn. Þeir sem veita styrkinn ætla að sjá um að bóka flugfarið fyrir hann og allt það, en hann fær að vita hvenær hann fer í flugið viku fyrir brottför(!) og þá er náttla allt of seint fyrir mig til að bóka flug. Við erum að reyna að redda upplýsingum um flugið eitthvað fyrr og er þetta að möndla í kerfinu...

Svan

Svan skrifaði 26.06.03 11:00
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?