Núna hefur verið að ganga mynd af þessum gæja sem var böstaður með barnaklámið inn á tölvunni sinni og svo líka, nafn, heimilisfang og kennitala. Mér finnst þetta ekki vera eðlilegt. Hvað er fólk að fá út úr því að vita þetta? Kannski mögulega næstu nágrannar, en þar sem við búum ekki við sömu lög og eru sumstaðar í uppáhaldslögregluríkinu okkar, bandaríkjunum, þar sem menn sem hafa fengið dóm tengdan misnotkun á börnum þurfa að spyrja alla íbúana leyfis (eða a.m.k. að láta þá vita) áður en þeir geta flutt inn í hverfið þá finnst mér það óþarfi líka.
Fólk er svo endalaust miklir slúðurberar og ófarir annarra eru það skemmtilegasta sem margir vita. Ég er ekki búinn að fá þennan meil og vil það ekki, og ef ég fæ hann þá sendi ég hann ekki áfram, ekki sjens.
Svan
Svan skrifaði 27.06.03 14:29