júní 28, 2003

Bloggið mitt þýtt á norsku í hádeginu á virkum dögum

Frænka mín frá Noregi, sem vinnur í banka, er í heimsókn og verður á landinu í 3 vikur. M&P eru búin að lána henni og familíu bílinn hennar Dússý (spurning hvort Dússý veit af því :p). Hún var að segja mér það að í hverju hádegi í vinnunni hjá sér þá prenti hún út nýjustu færslunar á blogginu mínu og þýði þær hana handa bankastjóranum og nokkrum vel völdum starfsmönnum. Svo lofaði hún að taka mynd af mér til að sýna öllum starfsmönnunum skrýtna frænda sinn frá Íslandi.

Ástæðan fyrir þessum áhuga er frá því að ég fellti gömlu konuna ofan í skúringavatnið þegar ég var að fara í skrifstofu alþingis þarna um árið og það fannst öllum það svo fyndið í bankanum.

Svan

Svan skrifaði 28.06.03 18:40
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?