Var að grúska í gegnum nærfataskápinn minn í gær, sá þar par sem ég hafði aldrei séð áður (s.s. væntanlega ákvað móðir mín að kaupa það) og ætlaði mér að fara í það, en hætti snögglega við. Utan á þessu var svona mynd af tveimur kanínum að kyssast með svona þrjú hjörtu fljótandi fyrir ofan þau, voða dúlló eitthvað og á hinni skálminni stendur "you are my valentine".
Til að toppa þetta endanlega stendur stórum stöfum efst á þeim "Funderwear". Varla ætlast hún til að ég gangi í þessu?????
Ég laumaði þessu í nærfataskúffuna hans pabba, dauðhlakka til að sjá svipinn á honum þegar hann skoðar þetta :)
Svan
Svan skrifaði 28.06.03 18:55"Var að grúska í gegnum nærfataskápinn minn í gær"
Svan minn, hvað áttu eiginlega margar nærbuxur??
Posted by: Ágúst at 29.06.03 00:14Sry, átti að vera nærfataskúffan mín.
Annars þá var mamma að harðneita því að hafa keypt þessar buxur, og sakaði mig um að hafa "komið með þær heim einhverstaðar frá".
Guð má vita hvaðan!
Posted by: Svan at 29.06.03 07:15Já, merkilegt hvað það virðist koma oft fyrir þig að þú komir í annarra manna buxum heim... makes one wonder :-þ
Posted by: Ágúst at 29.06.03 18:08Já, ég skil þetta bara engan vegin...
Posted by: Svan at 30.06.03 08:57