Það rættist ágætlega úr þessu kvöldi á laugardaginn. Ég var fyrsti strákurinn sem mætti á þetta reunion og það klukkutíma of seint, en flestar stelpurnar voru mættar. Það var mun minna af catching up heldur en ég bjóst við því að það höfðu allir meira og minna haldið sambandi við hvorn annan, nema ég :þ
Seinni part kvöldins þá var ég yfirheyrður af einni bekkjarsystur minni fyrir að hafa sagt við hana fyrir þremur árum(!) að hún væri "snobbuð og uppfull af sjálfri sér". Hún vildi fá að vita af hverju ég sagði þetta og vildi leiðrétta þennan misskilning. Ég náttla laug af mér rassgatið til að útskýra af hverju ég sagði þetta, en þessi yfirheyrsla tók samt næstum því klukkutíma og var mér ekki hleypt úr eldhúsinu allan tímann.
Svo var farið niðrí bæ og farið á Sólon/22/aftur á Sólon. Endaði á því að fara heim klukkan 8, sem passaði ágætlega því að ég var lyklalaus og foreldrar mínir nývaknaðir :)
Svan
Svan skrifaði 30.06.03 09:05já, mundu bara að internetið er lítill heimur og Ísland enn minna.
Posted by: sigga at 30.06.03 10:33Jamm....sniðugt að blogga um svona..... ég spái því að yfirheyrslan á næsta Reunioni verði lengri og "skemmtilegri".
Strumpakveðjur :)
Posted by: Strumpurinn at 30.06.03 16:23