Það kemur fyrir að við þurfum að vinna verkefni sem eru með outline-uðu letri og gera breytingar á þeim. Outline-að letur er faktískt séð ekki stafir heldur eingöngu línur sem líta út eins og stafir, þ.e. þú getur ekki ýtt á backspace og skrifað svo stafinn inn, þú verður að velja hvern punkt í stafnum og hreinsa hann út manually og teikna staf handvirkt í staðinn. Það er svo sem allt í lagi að gera þetta þegar þetta eru einn og einn stafur (eins og til dæmis símanúmerabreytingin hér um árið), en þegar maður er að gera heilt nafnspjald, eins og ég er búinn að vera að gera í dag, þá er þetta bara ekki hægt.
Þá í staðinn verð ég að leita í gegnum "leturgerðarbækur" sem eru alveg endalaust þykkar og bera saman letrið sem er í nafnspjaldinu við allar þær leturgerðir sem eru til þar þangað til að ég finn þá réttu. Þetta tekur alveg óendanlega langan tíma og er alveg meiriháttar gaman. Þetta er s.s. meirihluti vinnudagsins í dag hjá mér í dag :(
Ég er annars hættur við að gista í hoppukastalanum á laugardaginn. Megin ástæðan fyrir því var sú að við gátum ekki reddað kerru til að koma honum í bæinn aftur, svo líka var það böggur að þar sem þetta er leiktæki og átti að vera staðsett á túni í Selfossi þá var vonlaust að reyna að sofa út því að það er 100% að einhverjir krakkagemlingar vektu okkur snemma með því að fara að hoppa í kastalanum. Sofandi fólk hefur voðalega lítil áhrif á þau :)
Í staðinn þá fer ég í Langaholt með vinnufélögunum, og er jafnvel pæling að vera fram á mánudag og leika okkur eitthvað á brettum. Verður það þá í annað skiptið sem ég stíg á slíkt manndrápstæki.
Ég er næstum búinn að fara hringinn í kringum landið í plönum þessa helgi, fyrst mörkin, svo höfn, svo skógar, svo selfoss, svo akureyri og svo snæfellsnesið.
Svan
Svan skrifaði 03.07.03 15:00