júlí 04, 2003

Hraðasekt veldur því að ég er að fara til Eyja um VH

Mér finnst það svolítið mögnuð staðreynd að hraðasekt upp á einhvern 30-40 þúsund kall skuli vera valdur þess að ég er ákveðinn í að fara á þjóðhátíð í eyjum. Reyndar fékk ég ekki þessa hraðasekt heldur félagi minn sem ætlaði í þriggja daga rafting með mér eftir tvær helgar, og hún veldur því að hann komist ekki í þessa ferð og þar sem við vorum það fáir sem ætluðum að þá er ferðin eiginlega dottin uppfyrir.

Sem þýðir að ég á nægan pening til að fara til eyja. Var að panta áðan, á fokking föstudagskvöldi og heim á þriðjudagsmorgni það er ekki hægt að fá verri tímasetningu.

Svan

Svan skrifaði 04.07.03 08:40
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?