júlí 04, 2003

Stef gjöldin endurgreidd???

Félagi minn var að segja mér að þú gætir farið með ónýta skrifanlega geisladiska niðrí menntamálaráðuneyti og fengið STEF gjöldin endurgreidd. Til dæmis ef þér tekst ekki að skrifa disk út af einhverjum error eða eitthvað þannig þá geturðu átt kröfu á því að fá stef gjöldin á hverjum disk fyrir sig, sem eru um 20 krónur, endurgreidda.

Þá er spurning um hvort maður ætti ekki bara að safna þessum diskum saman og skila þeim inn reglulega? Við eyðileggjum nógu andskoti mikið af diskum hér niðrí vinnu. Svo efast ég um að þeir kíkji á hvern disk fyrir sig, þannig maður gæti farið með diska sem eru í lagi en við erum hætt að nota og fengið STEF gjöldin endurgreidd á þá líka. Einhvern vegin efast ég um að þetta sé hægt þó.

En fyrst þeir eru búnir að setja stef gjöld á þessa diska, eru þeir þá ekki faktístk séð búnir að lögleiða það að skrifa tónlist/bókmenntir á diska? Fyrst þeir eru að fá hluta af hagnaðnum, þá geta þeir varla verið að væla mikið. Spurning um að spyrja verðandi lögfræðinginn að þessu?

Svan

Svan skrifaði 04.07.03 15:41
Comments

Ég fletti upp "STEF endurgreidd" á google og fékk þetta upp:
http://listar.netverjar.is/safn/neytendur/2001-03/0001.shtml

Svarið er á lögfræðingamáli en mér skilst að "Innheimtumiðstöð gjalda" sjái um endurgreiðslu. Alvöru þýðing óskast.

Menn ættu svo bara að hengja upp geisladiskapoka við hliðina á dósapokunum og byrja að safna.

Posted by: Einar Jón at 07.07.03 13:48

Nákvæmlega, maður er alltaf að lenda í því að skemma diska þegar maður er að skrifa þá, þannig þetta safnast upp. Spurning um að hringja niðrí menntamála ráðuneyti (mér var sagt að þetta væri þar) og tékka á þessu.

Posted by: Svan at 07.07.03 21:53
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?