júlí 08, 2003

Fínasta útilega

Ég, Anna, Geiri, Sunna Dís, Pétur og e-r vinkona Sunnu fórum í útilegu með fullt af fólki sem ég þekkti ekki nema takmarkað. Við enduðum samt á því að hanga inn í tjaldi mest allan tímann í drykkjuleikjum, þar sem Anna kallaði mig mesta úlf í sauðagæru ever eftir að við fórum í "aldrei aldrei" leikinn. Við enduðum svo á því að fara niðrá strönd (hvítur sandur) og sáum þar stærsta regnboga sem ég hef séð á ævinni.

Vöknuðum heví seint og fórum á Stykkishólm og fórum í sund og fengum okkur að éta á fimm fiskum og var þar mjög góður matur. Síðan var farið í sumarbústaðinn hans Geira og sváfum við þar í circa sólarhring áður en við fórum heim.

Snilldar ferð :)

Svan

Svan skrifaði 08.07.03 08:54
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?