júlí 11, 2003

Örlögin virðast vera á móti því að fiskarnir lifa

Ég kíkti heim áðan að sækja símann minn og það fyrsta sem ég heyri þegar ég kem inn er bjölluhljómur. Ég lít upp á stigapall og þar situr helvítis kötturinn sem er búinn að vera reglulega út í garði hjá okkur í svona 3-4 mánuði sem starir á mig á móti og hvæsir þvílíkt og hleypur í burtu. Ég rölti upp og þar var kötturinn að hringsóla í kringum fiskabúrið upp í herbergi systur minnar og ég þangað inn og þá sýndi kötturinn klærrnar og hvæsti á mig aftur. Svo rauk hann út og niður á methraða. Ég sótti símann minn inn í herbergi og svipaðist fyrir hvort kötturinn væri ekki örugglega farinn út um gluggann sem hann kom líklega inn um og mér sýndist það.

Svo lokaði ég glugganum. Nú er ég kominn með smá bakþanka, ef ég lokaði glugganum og kötturinn ennþá inni, þá er hann ekki bara búinn að borða fiskana heldur líka búinn að pissa út um allt. Kattahlandslykt er ekki alveg það besta í heimi.

Ég ætla að kíkja heim í hádeginu, það er nokkuð ljóst.

Svan

Svan skrifaði 11.07.03 11:59
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?