júlí 11, 2003

Battle report

Var að koma að heiman. Jú jú, kattarhelvítið var ennþá inni en sem betur fer ekki búinn að borða fiskana því ég hafði haft vit á því að loka inn til systur minnar og hann var ekki heldur búinn að pissa einhverstaðar (ekki það að ég hafi gáð allstaðar, en maður veit er köttur hefur migið inni hjá manni).

Þá var það bara að koma kettinum út. Hann sat inn í stofu niðri alveg brjálaður út í allt og alla (þó aðallega mig) og hvæsti hátt og oft. Ég læddist framhjá honum, opnaði svaladyrnar og vonaðist til að hann myndi take a hint og pilla sig út. But noooo, hann hljóp lengra inn og var kominn inn í eldhús. Eftir að hafa reynt að tala helvítið til (ekki það að ég væri bjartsýnn á að sú aðferð myndi skila einhverju) þá fór ég bara upp og skildi svalahurðina eftir opna. Svo þegar ég kom aftur niður þá rauk hann út úr eldhúsinu og ætlaði að ráðast á mig en ég hljóp á undan honum út um svaladyrnar og þar náði hann að stökkva á mig. Eftir smá vesen þá henti ég honum af mér og fór inn og lokaði. Phew, Mission accomplished.

Ég skýt þennan kött ef ég sé hann aftur!

Svan

Svan skrifaði 11.07.03 13:03
Comments

Djöfuls kettir í Garðabænum, sama rugl í gangi hjá mér...

Posted by: Tolli at 11.07.03 14:57

jamm, þetta er algjört bull. Hann er búinn að vera á vappi út í garði alveg fáránlega lengi.

Ég hef bara aldrei séð jafn grimmt gæludýr. Hann var með ól með bjöllu um hálsinn og allt, þannig þetta hefur ekki verið villiköttur. Ekki myndi ég vilja eiga þennan kött.

Posted by: Svan at 11.07.03 15:13
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?