júlí 14, 2003

Aumingi helgarinnar

Titillinn aumingi helgarinnar að þessu sinni er tvímælalaust Bragi. Bragi formaður skólafélagsins á Bifröst flúði heim með skottið á milli lappanna á föstudagskvöldið úr útilegunni vegna þess að "honum hefur aldrei verið jafn kalt á ævinni!".

Ætli það tengist því eitthvað að hann var í útilegu í þunnusta síðerma bol í Evrópu, gallabuxum og í Og Vodafone tjaldi (sem reyndar stóðu fyrir sínu)? Svo skyldi hann ekkert í því hveru kalt honum varð.

Svan

Svan skrifaði 14.07.03 16:35
Comments

þakka fyrir þessa tilnefningu.... ég vil samt minna á það að ég mætti þó ólíkt mörgum, mörgum öðrum....

og auk þess vil ég minnast á það hversu mikið atriði fólki fannst að ég færi heim... en enginn minnist á alla hina... þetta styður eingöngu þá kenningu mína að mesta skemmtunin er alltaf í kringum mig... :)

Posted by: bragi at 14.07.03 16:48

og einnig vantar í þetta hjá svan (eins og oftast þá er ekki öll sagan sögð í blogginu hans) að ég kom meira að segja aftur á laugardeginum að kíkja á fólkið....

Posted by: bragi at 14.07.03 16:49

en hver mætir í útilegu, tjaldar tjaldi og FER svo og SKILUR tjaldið eftir ?!?!?!!?!?
Mér finnst eins og hinir sem fóru heim sama kvöld hafi immit EKKI tjaldað neinu tjaldi...svo það er ekki hægt að líkja því saman sorrý Bragi!

Posted by: Tótla at 14.07.03 22:09

ég bendi á að ég tjaldaði ekki... svan tjaldaði...

Posted by: bragi at 14.07.03 23:24

Hetjan mín, ég tjaldaði tjaldinu þínu. :)

Posted by: Svan at 14.07.03 23:54

svan þú ert hetjan mín.... og Tótla... svar við spurningunni hver tjaldar tjaldi og fer svo og skilur tjaldið eftir.... hefuru aldrei farið á útihátíð?? :)

Posted by: bragi at 15.07.03 08:59

Bragi minn ef þú vilt vita hvað varð um tjaldið þitt þá hirti Ragga það. Við snillingarnir sem vorum síðastar af svæðinu tókum saman ruslið eftir ykkur sóðarnir ykkar!!! Þetta var alveg slatti af ruslapokum þó við höfum ekki verið mörg.

Posted by: Alma at 15.07.03 10:50

ég vil alls ekki fá tjaldið... hef lítið með það að gera... er ekki mikill útilegumaður :)

Posted by: bragi at 15.07.03 11:48

Eins og sást klárlega síðust helgi :)

Posted by: Svan at 15.07.03 13:01

Það er alveg spurning að athuga hvort að það sé ekki hægt að senda Braga á svona útilegunámskeið fyrir næstu útilegu.

Posted by: Alma at 15.07.03 13:35

Ég hef lítið að segja um þetta tjald-vesen hjá Braga en aftur á móti hef ég aldrei heyrt talað um "síðerma bol sem er þunnastur"! Er það ekki þynnstur, Svan minn? ;) Smá málfræði-lesson í boði Mörtu málvísu!

Posted by: MARTA at 15.07.03 16:59

skrýtid ad hafa dalinn stútfullan af Og vodafone tjoldum í stad taltjalda...

Posted by: Dussy at 15.07.03 19:44

ég styð tillöguna þína alma... og krefst þess að stjórnandi námskeiðisins verði enginn annar en Jón Svan Sverrisson... ;) ofurskáti með meiru..

Posted by: bragi at 15.07.03 20:43

Tilvalið, ég er kannski að fara að labba Laugavegin (as in Landmannalaugar-Þórsmörk) næstu helgi. Bara að henda þér út í djúpu laugina, ekkert sofa út kjaftæði og vera fullur útilega næst! Kæmirðu með?

Posted by: Svan at 15.07.03 21:05

what the fuck means this WTF???? ;)

ég myndi koma með Svan minn ef það væri ekki í bága við loforð sem ég gaf sjálfum mér um að sofa út um næstu helgi....

Posted by: bragi at 16.07.03 12:58
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?