Jæja, það var verið að bjóða mér í fjórðu útileguna í sumar. Ég held ég sé kominn með ofnæmi fyrir fersku lofti. Hemmi var að plana að labba niður Laugaveginn næstu helgi frá föstudegi til þriðjudags (eyða einni nóttu í mörkinni). Þar sem ég er einn heima næstu helgi (eins og þá síðustu reyndar líka) þá er ég að spá í að reyna að njóta þess aðeins og beila á þessari göngu þrátt fyrir að við séum búnir að tala um það í nokkur ár að skella okkur.
Kannski er þetta bara leti í mér, ég veit það ekki.
Svan
Svan skrifaði 16.07.03 13:10