Sat á stjörnutorgi núna um daginn að muncha á Serrano og þá stóð lítill strákur (svona kannski 4-5 ára gamall) í röð með pabba sínum hjá McDonalds og svo kom allt í einu svaka svipur á hann og þá hljóp upp að mömmu sinni þar sem hún sat við borð og sagði alveg ótrúlega hátt: "Mamma, mamma, typpið á mér er aftur orðið hart! Af hverju gerist þetta eiginlega?"
Ég vissi ekki hvert fólkið á næstu borðum ætlaði. Það voru allir að berjast við að halda niðrí sér hlátrinum og mamman roðnaði alveg svakalega og sagðist ekki vita það og sagði stráknum að fara aftur til pabba síns. Svo baðst hún afsökunar á þessu. Vá hvað þetta var fyndið.
Svan
Svan skrifaði 17.07.03 10:48LOL :D
Posted by: BirnaRún at 17.07.03 14:31