Ákvað að vera geðveikt duglegur og skipta um vatn og þrífa fiskabúrið. Á leiðinni út úr herberginu (haldandi á búrinu) þá rek ég það í hurðarhúninn svo það kom stærðarinnar sprunga í það og vatn byrjaði að leka út úr því. Ég hljóp náttla inn á bað (þessa tæpu tvo metra) og henti fiskunum ofan í vaskinn. Núna eru fiskarnir ofan í baðinu. Tveir oggu pínu litlir gullfiskar ofan í huge baði.
Mér datt í hug Sódóma Reykjavík. Fer í það ábyggilega á morgun að kaupa handa þeim nýtt búr, en annars þá held ég að þeir fíli sig bara ágætlega þarna, heimurinn þeirra stækkaði að minnsta kosti tífalt :)
Svan
Svan skrifaði 18.07.03 20:31Já passaðu bara uppá fjarstýringuna að sjónvarpinu. Þá verður allt í lagi.
Posted by: spritti at 19.07.03 09:09"Ertu í sætisáklæðinu mínu???"
Nei, ég er að passa allar fjarstýringar alveg heví vel núna :þ
Posted by: Svan at 20.07.03 06:30
oh hvad mins langar ad horfa á sódómu!