júlí 21, 2003

Hulk

Fór á Hulk í gær með Þóri og fannst hún vera fín. Ég var reyndar búinn að heyra af því að hún væri ekki þessi dæmigerða ofurhetjumynd (enda leikstýrir Ang Lee henni), en það kom mér samt á óvart hversu miklum tíma var eytt í að útskýra persónu Hulk og svo samband hans við Betty. En fínasta ræma.

Svan

Svan skrifaði 21.07.03 09:43
Comments

Þess virði að sjá í bíó, eða á mar bara að sjá hana ekki í bíó?

Posted by: Vera at 21.07.03 11:47

Ekki þess virði að sjá í bíó neitt sérstaklega, VCD í fínum gæðum ætti að nægja :)

Posted by: Svan at 21.07.03 13:03

Er fólk virkilega að kaupa undirtitilinn (sem er skv. því sem fólk segir) "Ofurhetja í tilvistarkreppu"?!

Þetta hljómar bara ekki spennandi. Mér finnst líka fyndið að hún sé auglýst sem mynd eftir sama leikstjóra og CTHD. Ég sé ekki alveg að sama krávdið sé að fíla CTHD og Hulk. Vilja þeir ekki bara líka benda á þetta er sami leikstjórinn og gerði Sense and Sensibility. Mér fannst það reyndar góð mynd.

Æji, kannski er ég bara með skrítinn smekk. Ég bara hef nákvæmlega enga trú á að þetta geti verið annað en HRÆÐILEG mynd!

Posted by: Ágúst at 21.07.03 13:13

Jamm, þú ert með vondan smekk eins og allir sem þekkja þig vita vel.

Sagan um Hulk er góð, eins og gildir reyndar um flestar ofurhetjur. Í þessum nýju myndum hefur voða lítið verið fjallað um sögurnar bak við karakterana en Hulk er ágætis undantekning á þessu.

Svo er einhver sú flottasta klipping sem ég hef séð í nokkurri bíómynd í Hulk. Samt þannig að hún er það öðruvísi að það má ekki ofnota hana, þá verður hún off.

Posted by: Svan at 21.07.03 13:18
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?