Heimsmeistaramótið í Magic fer fram í Berlín 6-10 ágúst og fyrst núna eru Íslendingarnir byrjaðir að testa stokka. Eru að farast úr metnaði. Eins og í fyrra þá er ég að hjálpa til eitthvað aðeins, var að í 5 tíma í gær og býst jafnvel við að gera eitthvað álíka í dag.
Djöfull ætla ég að vona að þeir drulli sér til að standa sig betur á Worlds heldur en þeir gerðu í Euros þar sem að efsti Íslendingurinn var í 67. sæti og sá neðsti, tja, í 210. sæti. Reyndar er Worlds töluvert erfiðari keppni en Euros því það eru bæði fleiri spilarar, sem og hlutfallslega betri. En þrír af þeim sem eru að fara út fá $1.000 dollara á haus fyrir að keppa í liðakeppninni (sá fjórði fær styrk frá Nexus) og svo eru tæpar 3 milljónir íslenskar fyrir efsta sætið (ekki það að ég hafi mikla trú á því að Íslendingur taki það).
Svan
Svan skrifaði 25.07.03 11:07er svo verið að gera grín að væmni á öðrum síðum....OFUR NÖRRI
Posted by: at 26.07.03 08:36Jamm, nördismi og væmni eru náttla nátengd fyrirbrigði...
Posted by: Svan at 26.07.03 13:25til útskýringa. það telst til jafn sorglegra tíðinda, væmni eins og viðkomandi aðiliar sem þú linkar á setja fram og magic sögurnar hér. hvað varðar nátengingu þá mátt þú eiga hana fyrir þig en ég lykta smá kaldhæðni og það frá manni sem er á leið til eyja (sem miðað við blogg yðar er jafn mikil sjálfspína og að rúnka sér með steinum) ....
Posted by: valli at 27.07.03 10:04