Vá hvað ég er sammála þér!
Sá brot af "Best of Rod Steward" eða e-ð álíka á VH-1 í gærkvöldi. Hvernig þessi maður gat orðið vinsæll skilur maður ekki!
Ef maður sér myndböndin er með bólusettur fyrir lögunum fyrir lífstíð. Lögin eru ekkert öll al-slæm en myndböndin... óboj óboj óboj!
Posted by: Ágúst at 25.07.03 15:50Hei hei hei!
Let's not go crazy here. Það er alveg hægt að
hlusta á Rod Stewart. Gleymið þó
hlébarðaskinnsokkabuxnatímabilinu... eeech!
En Rod the Mod var í hljómsveit með RONNIE LANE,
hljómsveitinni The Faces, og þaaaaað er ekki svo
slæm hljómsveit skal ég segja ykkur. Mestmegnis
er það RONNIE LANE að þakka, því hann samdi kick-
ass lög og spilaði eins og jálkur á bassa. Hvar
var ég... já Rod Stewart. Hann er ekkert alslæmur
greyið. Og ef þið hlustið grannt á lagið "If you
think I'm sexy" þá heyrið þið að Rod er ekki að
syngja um hvað hann sé æðislega hot. Þetta er
lag um skyndikynni einmana fólks í firrtum heimi.
Þess má til gamans geta að Rod var einu sinni í
fyrndinni næstum því búinn að giftast stelpu sem
seinna varð eiginkona Keith Moon. Seinna fór hún
þó frá honum til Ians nokkurs MacLagan, sem var
hljómborðsleikari í hljómsveitinni Small Faces og
seinna í The Faces (ásamt áðurnefndum RONNIE LANE)
Not a lot of people know that. Understandably.
Posted by: Sibbs at 25.07.03 18:42Ég skrifaði þetta nú aðallega því mér hefur alltaf fundist hann vera frekar lélegur tón"listar"maður, og svo í hádeginu á föstudeginum síðasta þá heyrði ég útgáfu með honum af Tom Waits laginu "Downtown Train" og það var svo hræðilegt að mér leið hálf illa :þ
Posted by: Svan at 28.07.03 10:18