Þar sem ég hef verið tíður gestur á Þjóðhátíð í Eyjum undanfarin sex ár (:$) þá ætti ég að vera nokkuð kunnugur hugtakinu "Þjóðhátíðartilboð". "Þjóðhátíðartilboð" er eins og nafnið gefur til kynna tilboð í tilefni af Þóðhátíð, en þessi tilboð eru engan vegin eins og venjuleg tilboð, ó nei. Allt það sem er á "Þjóðhátíðartilboði" er svona 3-400 krónum dýrara en það sem er ekki á tilboði. Ég asnaðist til dæmis að kaupa mér ristað fransbrauð með skinku og osti, frönskum og kók í Herjólfi á held ég 1.150 krónur (reyndar bætti ég við káli, en það kostaði held ég einhvern 200 kall)
Þetta er svo sem skiljanlegt því að sjálfsögðu eru eyjaskeggjar að reyna að fá sem mest út úr fulla fólkinu. Á Pizza 67 kostar til dæmis 2 lítra kók í flösku út í sal 695 krónur, og telst það vera einstaklega gott "Þjóðhátíðartilboð". Reyndar skil ég ekki eitt, ÁTVR í Eyjum hefur engin "Þjóðhátíðartilboð" hjá sér, þrátt fyrir að það sé akkúrat tíminn til þess. Ég hef verið á Þjóðhátíð þar sem að ríkið var lokað á laugardaginn út af því að það kláraðist allt á föstudaginn og því enginn tilgangur í að opna. Ef eftirspurning eftir þessu er svona mikil, þá er tilvalið að setja gott "Þjóðhátíðartilboð" á áfengið :)
Svan
Svan skrifaði 28.07.03 14:34Maður á ekkert að vera að þvælast út fyrir Reykjavík um Verslunarmannahelgi. Besta helgin til að vera í bænum. Þori hreinlega ekki að fara á útihátið, miðað við óheppnisstuðul minn er ég manneskjan sem verður troðin undir, sefur í útpissuðu tjaldi, verður lamin og týnir víninu sínu. RVK'03 - það er hátíðin mín.
Posted by: Litla Egg at 29.07.03 13:33Það er svo fáránlega langt síðan ég fór ekki út úr bænum yfir Verslunarmannahelgi að það hálfa væri nóg. Það eru líka allir að segja að þetta sé langskemmtilegasta djammhelgin í bænum, kannski maður verði bara bæjarrotta næst þegar maður hefur tækifæri til þess (enda verð ég líka orðinn þá kannski orðinn frekar gamall til að eltast við vond sveitaballabönd til Vestmannaeyja, ekki fyrr en 2005 sem ég get farið eitthvað næst :s).
Posted by: Svan at 29.07.03 15:09...eða einsog maðurinn sagði "það er alveg orðið heilt ár síðan ég hef farið á Þjóðhátíð!!" :-þ
Posted by: Ágúst at 30.07.03 00:21