Bragi tók við að Valla sem nöldrari hópsins í gærkvöld því Valli mætti ekki, kvartaði yfir því að hann mætti varla gera neitt í kringum mig án þess að það kæmi á blogginu mínu. Ég gerði þau mistök að biðja hann þá um að taka það fram hvað væri trúnaðarmál og hvað ekki og ég myndi virða það.
Nú er ekkert gaman að umgangast Braga lengur ef ég má ekki segja frá því. Hann er sá sem hefur oftast beðið mig um að taka hitt og þetta út svo "það skaði ekki fyrirmyndarímynd hans sem hann hefur unnið ötullega að að skapa sér sem formaður skólafélagsins á Bifröst". Ókei, kannski ekki hans nákvæma orðalag, en nærri lagi.
Bragi byrjaði hverja setningu í gær á orðunum "Svan, þetta er trúnaðarmál..."
Svan
Svan skrifaði 01.08.03 09:10svan ég hélt að umræðan um að allt sem ég gerði, mér viðkæmi og fleira væri trúnaðarmál hefði verið trúnaðarmál... ;)
og auðvitað verð ég stundum að biðja þig um að fjarlægja hluti... sumt sem þú hefur skrifað hefur ekki verið beinlínis rétt í alla staði... amk ekki frá mínum sjónarhóli.
annars misstirðu af góðu djammi í gær...
Posted by: bragi at 01.08.03 14:41Jamm, djammið hlýtur að hafa verið gott þegar ég fæ sent frá þér sms um 4 leytið á fimmtudegi með orðinu "Gleðibankinn ;)"...
Posted by: Svan at 05.08.03 09:59