Þann 16. september yfirgef ég þetta sker í 11 mánuði. Því nær sem dregur langar mig minna og minna að fara út. Ég er ekki að fara að beila á ferðinni, það er bókað mál, en hins vegar þá er ég einhvernvegin ekki að skilja það að ég sé ekki að fara að eyða þriðja árinu mínu á Bifröst. Mér finnst ég ekkert vera búinn þarna uppfrá þó svo að síðasta önn hafi í raun verið sú síðasta.
Fékk í gær bréf frá skólanum um að ég væri að fara út (til þess að fá áritun hjá sendiráðinu á vegabréfið mitt).
Allt í einu þá hlakka ég ekki jafn mikið til þessarar dagsetningar. Veit ekki alveg hvað hefur breyst. Það er hinsvegar ekkert sniðugt að vera kominn með vott af heimþrá mánuði áður en maður fer út.
Svan
Svan skrifaði 01.08.03 12:48Þann 16.september verð ég 23 ára. Því nær sem dregur langar mig minna og minna að verða 23 ára.
Ég ætla ekkert að beila á afmælinu mínu, það er bókað mál en hins vega þá er ég einhvernvegin ekki að skilja það að ég sé búinn að eyða 22 árinu.
:)
Ammli ammli ammli! Langar í Star Wars bol á japönsku frá þér.
Posted by: at 01.08.03 14:59Jújú, ég ætti að geta sent þér eitt stykki svoleiðis :)
Posted by: Svan at 05.08.03 09:57