ágúst 06, 2003

Kúnni að gramsa í gegnum sms-in mín...

Var að vinna í dag og í gær að sama skjalinu og lagði svo lokahöndina á þetta fyrir hádegi í dag (*phew*). Það voru tveir viðskiptavinir hjá mér að prófarkalesa þetta og svo þá fer önnur þeirra að fikta eitthvað í símanum sínum (að ég hélt). Svo var hún að böggast yfir því að finna ekki eitthvað sms og skildi þetta bara alls ekki og þá fattaði ég að hún var að fletta í gegnum sms-in mín. Við vorum gjörsamlega ekkert að kveikja á perunni fyrr en hún sagði: "Ég þekki engan sem heitir Dússý...en samt hefur hún verið að senda mér fullt af sms-um..."

Hún skammaðist sín frekar mikið þegar ég benti henni á að þetta væri minn sími en ekki hennar :p

Svan

Svan skrifaði 06.08.03 13:35
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?