Fyndið, fólk hefur verið að spyrja mig hvort ég sé ekki að verða of gamall til að vera að fara á Þjóðhátíð í Eyjum. Ég er 21 árs gamall, ég hef mátt drekka áfengi löglega í eitt ár og fólk er strax farið að spyrja mig hvort ég sé ekki að verða of gamall fyrir 4-5 daga sukkhátíð. Mér finnst það svoldið fyndið.
Svan
Svan skrifaði 07.08.03 10:35Hvað ertu að kvarta. Ég er 22 og það eru tvö ár síðan ég byrjaði að fá hrukkukrem í afmælisgjöf. Fékk líka appelsínuhúðakrem í fyrra. Fór út í búð um daginn og lítill krakki kallaði mig kellingu. Fjölskyldan er löngu byrjuð að kvarta yfir því hvað ég er léleg að fjölga mér og að ég skuli ekki eiga eiginmann. Ég er sumsé ófrjó piparjúnku-kelling með hrukkur og appelsínuhúð. Orðin úrelt. Og ekki nema 22ja.
Posted by: Litla Egg at 07.08.03 13:08Já pass på. Maður er orðinn svo stygglyndur svona í ellinni.
Posted by: Litla Egg at 07.08.03 13:55Jesús minn þú ert bara baby... ég hélt þú værir eldri. Ertu ekki frekar of ungur til þess að vera að fara á svona sorasamkomu og láta spilla þér? :)
Posted by: Stóra egg at 07.08.03 14:22Jamm, Þórir Strumpur var spurður að því hvort ég væri pabbi hans í gær!
En ég fer að verða 22 eftir tæpar 3 vikur :)
Posted by: Svan at 07.08.03 15:14