Já, þjóðhátíðin var fín að vanda. Fullt af hlutum sem skeði:
Addi ("ég var ellefu tíma í herjólfi") fór heim á föstudaginn með spýtu í auganu.
Vinkonur systur minnar voru eltar af brjáluðum brúðarmeyjum sem ætluðu að sparka í þær.
Ég borgaði 4000 kall fyrir pizzu og brauðstangir. Pizzan var með bönunum sem við pöntuðum ekki.
Skv Stebba (sem hét í raun Bjarni) þá getur maður ekki verið pönkari ef maður er með rautt skegg.
Hippabandið var besta bandið á þjóðhátíð.
Töskunni mini var rænt tvisvar sama sólarhringinn og í bæði skiptin fann ég hana með öllu dótinu mínu í.
Ég drakk meira fyrsta kvöldið heldur en hin tvö til samans.
Ég ætla aldrei að fara aftur á Þjóðhátíð þegar maður á kærustu í bænum.
Vinir mínir og félagar voru mikið fyrir það að drepast/finna sér leikfélaga fyrir klukkan 3 á nóttunni, þannig ég var heví mikið einn
Ég djammaði með systur minni í fyrsta skiptið á ævinni í heilt kvöld, enda var það skemmtilegasta kvöldið.
Vinur minn ætldi á stelpu sem hann var að reyna við eftir að ég gaf honum G&T
Þjóðhátíðarlagið í ár var það leiðinlegt að þjóðhátíðarlagið í fyrra var milljón sinnum meir spilað
Rósa gaf mér sápukúlubox.
Gæslan lét mig ekki í friði.
Ég skandaliseraði ekki neitt (honest)
Egill smurostur var í ógeðslegasta outfitti ever
Sama hvað fólk segir, þá eru sólgleraugu um miðja nótt í kolniðamyrkri ekki kúl.
Tjaldsúlur eru óþarfar þegar maður er að reisa tjöld.
Gaui á skilin verðlaun fyrir að nenna að vakna fyrir mig til að kaupa miða í Herjólf um mánudags morguninn :)
...og svo náttla fullt fullt fleira :) Ágætasta helgi.
Svan
Svan skrifaði 07.08.03 14:52Hvad er kallinn kominn með kærustu??
Posted by: at 07.08.03 22:00HA???
Posted by: Stóra egg at 08.08.03 10:42ok thu aetlar aldrei aftur a thjodhatid thegar thu att kaerustu i baenum.... en thu aetlar til japan i heilt ar med kaerustu i baenum... ;)
en anaegdur med ad kallinn se kominn med kellingu ;)
ok. komin med kærust. hver er hun? og hvernig litur hun ut? hverra manna er hun? thu veist ad fjøldsk. verdur ad samthykkja alla nyja fjøldsk. medlimi.
Posted by: halla frænka at 08.08.03 12:52