Amma og Afi voru að fá sér hund um daginn og var ákveðið að skýra hana "Irpu/Yrpu". Það eina sem er að við erum ekki viss um að þetta sé með einföldu I-i eða yfsilon Y-i. Mamma segist hafa fundið það að þetta væri komið af orðinu "Jarpur" og væri því með einföldu, en mér finnst það eitthvað svo kjánalegt að skrifa það með einföldu. Þrátt fyrir það að ég hafi ekkert máli mínu til stuðnings þá held ég að það sé með Y-i en ekki I-i.
Svan
Svan skrifaði 10.08.03 17:02Mér finnst Yrpa líta miklu betur út en Irpa...
Posted by: Vera at 10.08.03 18:48Jamm, mér líka en það lýtur allt út fyrir að "Irpa" sé rétt :s
Posted by: Svan at 10.08.03 23:31Það er ekki hægt að skrifa "Irpa," handviss um að það sé Yrpa, með Y.
Posted by: Helga at 11.08.03 08:36Irpa hreinlega lítur ekki út eins og orð. Yrpa er mun "nafnalegra", svona eins og Yrsa :P
Posted by: Vera at 11.08.03 08:55Hvert getur maður nálgast upplýsingar um svona lagað? Er ekki einhver deild í Háskólanum sem svarar svona löguðu?
Posted by: Svan at 11.08.03 09:09Geturu ekki bara spurt vísindavefinn eða eikkva?
Eru ekki allar líkur á því að þeir svari svona málvísindalegum spurningum?
Posted by: Vera at 11.08.03 15:25Hringdu upp á íslenska málstöð (sem er á vegum háskólans). Þeir svara svona spurningum.
Posted by: Helga at 13.08.03 10:33